Hvað er GitHub?

Stutt kynning á Git og GitHub fyrir byrjendur, hvernig þau virka og hvernig hægt er að nýta þau í námi og starfi.

Git og GitHub eru lykilverkfæri í útgáfustjórnun og samvinnu á hugbúnaðarverkefnum. Þau eru mikið notuð í forritun, rannsóknum og jafnvel skjölun verkefna.

Git

Git er dreift útgáfustjórnunarkerfi (version control system) sem gerir notendum kleift að:

  • Halda utan um breytingar í kóða og skrám.

  • Skrá og endurheimta fyrri útgáfur af skjölum.

  • Vinna í hópum með sjálfstæðar útgáfur (branches) og sameina breytingar á öruggan hátt.

GitHub

GitHub er vefþjónusta sem veitir geymslu og stjórnun á Git geymslum (repositories). Auk þess býður GitHub upp á verkfæri fyrir samvinnu og skipulagningu verkefna, eins og:

  • Fjargeymslur (repositories) til að deila kóða með öðrum.

  • Pull requests fyrir samvinnu og kóðaúttektir.

  • Issues og Projects til að halda utan um verkefna- og villustjórnun.

  • Actions fyrir sjálfvirkar keyrslur (CI/CD).

Er GitHub ókeypis?

  • GitHub er almennt ókeypis fyrir alla notendur. Helsta virkni GitHub er opið fyrir alla, en fyrir stærri verkefni og fyrirtæki er GitHub Pro með greiðsluáskrift.

  • GitHub Education pakkinn býður upp á GitHub Pro, sem inniheldur:

    • GitHub Copilot (AI-aðstoð í forritun).

    • Meiri geymslupláss fyrir einkageymslur (private repos).

    • Aukna greiningu á kóða (advanced code insights).

  • Almennt er ókeypis virkni fyrir public repos en lokað fyrir private repos, nema með greiðsluáskrift.

GitHub Education pakkinn

Nemendur og akademískt starfsfólk geta fengið GitHub Pro áskrift með ókeypis GitHub Copilot.

Til að fá aðgang þarf að skrá sig með háskólanetfangi (@hi.is) eða tengja það við GitHub reikninginn. Hægt er að setja háskólanetfang sem secondary email í stillingum GitHub reikningsins.

Það þarf að taka mynd af gildu háskólakorti og senda inn til staðfestingar ásamt að vera tengt háskólaneti (t.d. eduroam eða nota VPN til að tengjast HÍ-neti).

Nemendur geta einnig fengið frítt microcredential í gegnum GitHub Foundations Certificate.

Kennarar geta sett upp GitHub Classroom fyrir verkefnastjórnun og námskeið: GitHub Classroom.

Hvernig á að byrja?

Setja upp Git

Git er hægt að nota bæði í skipanalínu (CLI) og í myndrænu viðmóti (GUI):

  • Skipanalína (CLI): Sæktu og settu upp Git frá git-scm.com og notaðu skipanir í bash, cmd eða PowerShell.

  • GitHub Desktop: Einföld leið fyrir byrjendur með myndrænt viðmót, hægt að sækja frá desktop.github.com.

  • Git innbyggt í IDE: Í flestum forritunarumhverfum er native stuðningur við Git, til dæmis er Git innbyggt sem extension í Visual Studio Code, PyCharm, IntelliJ IDEA og RStudio . Helsti kosturinn er að þessi IDE bjóða upp á samþætt stjórnborð fyrir Git, þannig þú getur notað GUI eða CLI eftir hvað þér hentar best hverju sinni.

Stilltu notendaupplýsingar með skeljar skipunum:

git config --global user.name "Nafn"
git config --global user.email "notendanafn@hi.is"

Búa til GitHub reikning

Farðu á GitHub og stofnaðu reikning. Tengdu háskólanetfangið þitt í stillingum GitHub (þarf ekki að vera primary netfang). Skráðu þig í GitHub Education til að fá ókeypis aðgang að GitHub Pro.

Búa til fyrstu geymsluna (repository)

  • Smelltu á New repository í GitHub.

  • Gefðu verkefninu nafn, lýsingu og veldu public eða private.

    • Public er opinber geymsla sem allir geta séð.

    • Private er lokað geymsla sem aðeins þú og aðrir sem þú býður inn geta séð.

Hægt er að búa til geymslur beint í tölvunni með git init, en það er einfaldara að byrja á GitHub og klóna geymsluna niður á tölvuna.

Last updated