Hvernig nota branches?

Leiðbeiningar um hvernig á að nota branches í Git, mikilvægi þeirra í vinnuflæði og góðar venjur varðandi nafngiftir.

Branches (greinar) í Git eru leið til að vinna sjálfstætt á breytingum án þess að hafa áhrif á aðalútgáfu (t.d. main). Þetta gerir kleift að vinna í nýjum eiginleikum, lagfæringum og tilraunum á skipulagðan hátt.

Af hverju að nota branches?

  • Aðskilja vinnu – Hægt er að vinna í nýjum eiginleikum án þess að hafa áhrif á aðalútgáfu verkefnisins.

  • Samvinna – Teymi geta unnið á mismunandi branches og sameinað breytingar þegar þær eru tilbúnar.

  • Öryggi – Ef eitthvað fer úrskeiðis í breytingum er auðvelt að skipta aftur yfir í aðalútgáfuna.

Algengar Git skipanir fyrir branches

  • Skoða allar greinar í verkefninu:

    git branch
  • Búa til nýja grein:

    git branch branch-nafn
  • Skipta yfir í grein:

    git checkout branch-nafn
  • Búa til og skipta yfir í nýja grein í einni skipun:

    git checkout -b branch-nafn
  • Sameina grein við aðra grein (t.d. aðalgreinina main):

    git checkout main
    git merge branch-nafn
  • Eyða branch eftir sameiningu:

    git branch -d branch-nafn

    Ef grein hefur ekki verið sameinuð en þú vilt samt eyða henni, þarf að nota -D í stað -d.

Góðar venjur um nafngiftir á branches

Það er mikilvægt að velja lýsandi nöfn á branches frekar en að nota eigið nafn eða almenna skammstöfun.

Góð dæmi um branch nöfn:

  • feature-user-authentication (nýr eiginleiki: notendaskráning)

  • bugfix-login-error (lagfæring: innskráningarvilla)

  • hotfix-payment-gateway (bráðabirgðalagfæring fyrir greiðslukerfi)

  • sandbox-experiment (tilrauna branch fyrir prófanir)

Dæmi um slæm branch nöfn:

  • helga (Lýsir ekki hvað greinin gerir)

  • test (Of almennt, ekki gagnlegt fyrir aðra notendur)

  • new (Hvaða nýjung er þetta?)

Ef branch er bara fyrir tilraunir eða persónulega notkun, er í lagi að nota sandbox- sem forskeyti, t.d. sandbox-helga.

Sameining greina (merging) og merge conflicts

Þegar grein er sameinu[] getur komið upp merge conflict ef breytingar stangast á við breytingar sem þegar eru í aðalútgáfunni.

  • Hvernig á að leysa merge conflict?

    • Opnaðu skrána sem hefur árekstur (<<<<<<< HEAD og >>>>>>> merki).

    • Veldu hvaða breytingar eiga að haldast.

    • Fjarlægðu árekstramerkin.

    • Vistaðu og bættu við breytingunni:

      git add uppfærð-skrá
      git commit -m "Leysti merge conflict"

Samantekt

Skipun
Lýsing

git branch

Sýnir öll branches í verkefninu

git branch <nafn>

Býr til nýtt branch

git checkout <branch>

Skipta yfir í annað branch

git checkout -b <branch>

Býr til og skipta yfir í nýtt branch

git merge <branch>

Sameinar annað branch við það sem er nú þegar valið

git branch -d <branch>

Eyðir branch eftir sameiningu

Með þessum skrefum geturðu unnið á skilvirkan hátt með branches í Git! 🚀

Last updated