Skipanir í Git

Hér eru helstu Git skipanir sem þarf að þekkja til að geta unnið með Git geymslur, ásamt samantekt á lengra komnum skipunum.

Git er öflugt útgáfustjórnunarkerfi sem gerir þér kleift að vinna með kóða og skjöl á skilvirkan hátt. Hér eru helstu skipanir sem þú þarft að kunna.

Búa til eða klóna geymslu

  • Búa til nýja Git geymslu í möppu:

    git init

    Þetta býr til tóma Git geymslu í núverandi möppu. Almennt mælt með að búa til nýtt repo á GitHub vefviðmótinu og klóna það niður á tölvuna, þá er hægt að stilla fleiri valkosti, eins og hvort geymslan á að vera opin eða lokuð, innihalda .gitignore eða LICENSE skrár og fleira.

  • Klóna núverandi geymslu af GitHub:

    git clone https://github.com/your-username/your-repo.git

    Sækir geymsluna og afritar hana á tölvuna þína. Einnig er hægt að endurnefna geymsluna með að bæta við nafni á endanum:

    git clone https://github.com/your-username/your-repo.git new-repo-name

Unnið með breytingar

  • Sýna stöðu verkefnis:

    git status

    Sýnir hvaða skrár eru í vinnslu, hvaða breytingar eru óskráðar og hvaða skrár eru í undirbúningi fyrir commit.

  • Bæta skrám við Git (undirbúa fyrir skráningu):

    git add filename

    Eða bæta við öllum skrám:

    git add .
  • Skrá breytingar í Git:

    git commit -m "Lýsing á breytingu"

    Þetta vistar breytingarnar í staðbundinni Git geymslu (þ.e.a.s. á tölvunni þinni, en ekki á GitHub.com).

Sameina breytingar og leysa árekstra

Þegar breytingar eru sameinaðar getur verið að árekstrar (merge conflicts) komi upp ef aðrir hafa breytt sömu skránum eða ef breytingar rekast á.

  • Hvað gerist við merge conflict?

    • Git getur ekki ákveðið sjálfkrafa hvaða breytingar á að halda og biður þig að leysa áreksturinn.

    • Skjöl sem hafa árekstra verða merkt í Git sem óleyst (unmerged).

  • Hvernig á að leysa merge conflict?

    • Opnaðu skrárnar sem Git hefur merkt sem í árekstri.

    • Leitaðu að <<<<<<< HEAD og >>>>>>> merkjum í skránum.

    • Veldu hvaða breytingar eiga að fara í lokaútgáfuna og fjarlægðu árekstramerkin.

    • Þegar breytingarnar hafa verið leystar:

      git add uppfærðar-skrár
      git commit -m "Leysti merge conflict"

Vinna með submodules

Submodules eru notuð þegar þú vilt bæta við öðru Git repo innan verkefnisins þíns. Þetta er gagnlegt þegar þú vilt halda utan um annað repo sem hluta af verkefninu án þess að samlaga það beint við geymsluna.

  • Bæta við Git submodule:

    git submodule add https://github.com/example/example-submodule.git path/to/submodule

    Þetta bætir example-submodule við í path/to/submodule og tengir það sem sér Git geymslu.

  • Sækja submodules eftir klónun:

    git submodule update --init --recursive

    Þetta tryggir að öll submodules séu sótt og sett upp rétt.

  • Uppfæra submodules í nýjustu útgáfu:

    git submodule update --remote --merge

    Þetta sækir nýjustu breytingar í hverri submodule og sameinar í aðalrepo-ið þitt.

Samantektartafla

Skipun
Lýsing

git init

Býr til nýja Git geymslu

git clone <url>

Klónar Git geymslu

git status

Sýnir stöðu verkefnis

git add <file>

Bætir skrá við undirbúning

git commit -m "msg"

Skráir breytingar

git pull origin main

Sækir nýjustu breytingar

git push origin main

Ýtir breytingum á GitHub

git merge <branch>

Sameinar breytingar úr öðrum branch

git submodule add <url>

Bætir við submodule

git submodule update --init

Sækir submodules eftir klónun

git submodule update --remote

Uppfærir submodules í nýjustu útgáfu

git checkout <branch>

Skipta yfir í annan branch

git checkout -b <branch>

Búa til og skipta yfir í nýjan branch

git branch -d <branch>

Eyða branch

git commit --amend -m "msg"

Breytir síðasta commit færslu

git push --force

Ýtir breytingum og skrifar yfir fyrri gögn ⚠️

Með þessum skipunum geturðu unnið á skilvirkan hátt með Git og GitHub! 🚀

Last updated