Hvernig á að synca við Overleaf

Leiðbeiningar um hvernig má tengja Overleaf við GitHub og nota þau saman til skjölunar og samvinnu.

Overleaf er vinsælt LaTeX-ritunarumhverfi sem gerir samvinnu auðvelda. Með því að tengja Overleaf við GitHub geturðu fylgst með breytingum á skjölum og samstillt þau auðveldlega milli kerfa.

Af hverju að tengja Overleaf við GitHub?

  • Geymir útgáfusögu skjala í GitHub

  • Auðveldar samvinnu með pull requests og breytingaspori

  • Öryggi – auðvelt að taka afrit og endurheimta eldri útgáfur

  • Hægt að vinna með LaTeX í Overleaf og í staðbundnum ritli

Hvernig tengja Overleaf við GitHub?

1️⃣ Búa til nýtt repo á GitHub (valfrjálst)

  • Ef geymslan er ekki þegar til geturðu búið hana til á GitHub.

  • Hins vegar er líka hægt að búa hana til beint í Overleaf (sjá næsta skref).

2️⃣ Tengja Overleaf við GitHub

Þú þarft að veita Overleaf aðgang að GitHub reikningnum þínum, ef þú hefur ekki gert það áður.

📌 Fjargeymsla nú þegar til:

  • Opnaðu Overleaf og veldu New Project og því næst sækirðu verkefnið frá GitHub með því að velja Import from GitHub.

  • Veldu úr listanum yfir geymslur (repositories) sem þú vilt tengja við Overleaf.

    Sækja fjargeymslu frá GitHub

📌 Fjargeymsla ekki til (búa til repo í Overleaf):

  • Opnaðu verkefnið þitt á Overleaf.

  • Farðu í Menu (í efra vinstra horni).

  • Veldu GitHub undir Sync.

  • Veldu eiganda (owner, getur verið þú eða organisation) fyrir geymslu.

  • Veldu nafn á geymsluna (repository) sem á að tengja við Overleaf. Þetta nafn þarf að vera einkvæmt á GitHub (annars færðu villu).

  • Veldu hvort geymslan á að vera Public eða Private. Hægt er að breyta þessu í GitHub stillingum síðar.

  • Veldu Create a GitHub Repository.

    Búa til nýja fjargeymslu frá Overleaf

3️⃣ Sync-a skjölin

  • Frá Overleaf til GitHub: Ýttu á Push Changes til að senda breytingar yfir á GitHub.

  • Frá GitHub til Overleaf: Ýttu á Pull Changes til að fá nýjustu breytingarnar.

    GitHub sync

🔧 Hagnýt ráð

  • Forðastu merge conflicts með því að pull-a áður en þú push-ar.

  • Ef einhver annar hefur breytt skjalinu í Overleaf, gætirðu þurft að sameina breytingarnar í staðbundnum ritli áður en þú push-ar.

  • Ekki setja afleiddar skrár í GitHub, t.d. *.aux, *.log, *.synctex.gz, eða *.pdf – bættu þeim í .gitignore.

  • Gott er að bæta við README skrá í GitHub sem útskýrir:

    • Hvaða .tex skrá er aðalskjalið.

    • Hvaða LaTeX compiler er notaður (pdflatex, xelatex, lualatex).

Með þessum aðferðum geturðu auðveldlega unnið með LaTeX skjöl í bæði Overleaf og GitHub! 🚀

Last updated