Hvernig á að synca við Overleaf
Leiðbeiningar um hvernig má tengja Overleaf við GitHub og nota þau saman til skjölunar og samvinnu.
Overleaf er vinsælt LaTeX-ritunarumhverfi sem gerir samvinnu auðvelda. Með því að tengja Overleaf við GitHub geturðu fylgst með breytingum á skjölum og samstillt þau auðveldlega milli kerfa.
Af hverju að tengja Overleaf við GitHub?
✅ Geymir útgáfusögu skjala í GitHub
✅ Auðveldar samvinnu með pull requests og breytingaspori
✅ Öryggi – auðvelt að taka afrit og endurheimta eldri útgáfur
✅ Hægt að vinna með LaTeX í Overleaf og í staðbundnum ritli
Hvernig tengja Overleaf við GitHub?
1️⃣ Búa til nýtt repo á GitHub (valfrjálst)
Ef geymslan er ekki þegar til geturðu búið hana til á GitHub.
Hins vegar er líka hægt að búa hana til beint í Overleaf (sjá næsta skref).
2️⃣ Tengja Overleaf við GitHub
Þú þarft að veita Overleaf aðgang að GitHub reikningnum þínum, ef þú hefur ekki gert það áður.
📌 Fjargeymsla nú þegar til:
Opnaðu Overleaf og veldu
New Project
og því næst sækirðu verkefnið frá GitHub með því að veljaImport from GitHub
.Veldu úr listanum yfir geymslur (repositories) sem þú vilt tengja við Overleaf.
Sækja fjargeymslu frá GitHub
📌 Fjargeymsla ekki til (búa til repo í Overleaf):
Opnaðu verkefnið þitt á Overleaf.
Farðu í
Menu
(í efra vinstra horni).Veldu
GitHub
undirSync
.Veldu eiganda (owner, getur verið þú eða organisation) fyrir geymslu.
Veldu nafn á geymsluna (repository) sem á að tengja við Overleaf. Þetta nafn þarf að vera einkvæmt á GitHub (annars færðu villu).
Veldu hvort geymslan á að vera
Public
eðaPrivate
. Hægt er að breyta þessu í GitHub stillingum síðar.Veldu
Create a GitHub Repository
.Búa til nýja fjargeymslu frá Overleaf
3️⃣ Sync-a skjölin
Frá Overleaf til GitHub: Ýttu á
Push Changes
til að senda breytingar yfir á GitHub.Frá GitHub til Overleaf: Ýttu á
Pull Changes
til að fá nýjustu breytingarnar.GitHub sync
🔧 Hagnýt ráð
Forðastu merge conflicts með því að pull-a áður en þú push-ar.
Ef einhver annar hefur breytt skjalinu í Overleaf, gætirðu þurft að sameina breytingarnar í staðbundnum ritli áður en þú push-ar.
Ekki setja afleiddar skrár í GitHub, t.d.
*.aux
,*.log
,*.synctex.gz
, eða*.pdf
– bættu þeim í.gitignore
.Gott er að bæta við README skrá í GitHub sem útskýrir:
Hvaða
.tex
skrá er aðalskjalið.Hvaða LaTeX compiler er notaður (
pdflatex
,xelatex
,lualatex
).
Með þessum aðferðum geturðu auðveldlega unnið með LaTeX skjöl í bæði Overleaf og GitHub! 🚀
Last updated